Ertu að leita að nýju verkefni fyrir heimspekihópana þína eða viltu prófa eitthvað nýtt í lífsleikni?
Neðst í Fréttabréfinu eru ábendingar um skemmtileg verkefni í Verkefnabanka Heimspekitorgsins

Fréttabréf heimspekikennara nr. 20, mars 2019

✦ ✦ ✦
Frá Félagi heimspekikennara

Heimspeki með börnum er stunduð víða í íslenskum menntastofnunum. Hverjir geta ástundað hana? Hvaða þekkiungu þarf leiðbeinandinn að hafa? Hvað er heimspeki með börnum? Á hún heima í skólastofunni eða utan skólans? Slíkar spurningar eru meðal viðfangsefni Félags heimspekikennara. Í grein sinni Eru börn heimspekingar? reynir Kristian Guttesen að varpa ljósi á sumum af þessum spurningum.

Þann 15. febrúar hélt Jón Thoroddsen fræðsluerindi á vegum Félags heimspekikennara um kenslóbók sína, Gagnrýni og gaman. Viðburðurinn var fjölsóttur og þótti fundargestum fróðlegt að hlusta á lýsingu Jóns á bókinni, sem hann sagði vera sögu kennara, þróun aðferðar og leiðbeiningar um beitingu hennar.

Fjórði viðburður ársins er eins dags námskeið á vegum Félags heimspekikennara og rannsóknaverkefnisins Líkamleg gagnrýnin hugsun. Donata Scheller kynnir kenningar um og aðferðir líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar, en áhersla verður lögð á verklegar æfingar sem byggja á þeirri aðferðafræði sem hefur verið þróuð til að virkja, þjálfa og iðka líkamlega gagnrýna hugsun. Námskeiðið fer fram 30. mars 2019, kl. 9:30-17:00 í Odda 106 Háskóla Íslands. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður en þátttaka er ókeypis.

Loftlagsverkföll barna og ungmenna

Undanfarna föstudaga hafa börn og ungmenni fjölmennt á Austurvöll til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í loftlagsmálum. Þriðja skólaverkefallið verður haldið á morgun, 8. mars.

„Sambærileg mótmæli ungmenna hafa verið haldið víða um Evrópu síðustu misseri. Til að mynda í Bretlandi, Belgíu og Hollandi þar sem ungmenni hafa krafist þess að stjórnvöld fórni ekki framtíðinni á altari loftslagsbreytinga.“ (frettabladid.is)

Heimspeki 103 glósur

Í Garðaskóla hefur heimspeki lengi verið í boði sem valgrein. Á vef skólans má finna gagnlegar glærur sem Brynhildur Sigurðardóttir útbjó fyrir kennslu, sem kynningu á heimspeki: HEI103_glosur_Inngangur-og-2.kafli.pdf

 


Kærleikurinn mun ríkja

Boðað hefur verið til allsherjarmótmæla föstudaginn 15. mars. „Vel á fimmta hundruð mótmælafundir eru boðaðir um allan heim, þar sem nemendur ætla að skrópa í skólanum til þess að mótmæla aðgerðaleysi eldri kynslóða vegna loftslagsbreytinga.“ (ruv.is)

Tilvalið er fyrir heimspekikennara og aðra kennara að ræða málefnið í kennslu.
____________________________
Þessu aldeilis óskylt og léttvægara mætti líka ræða hvort að mati nemenda rétt eða rangt sé að foreldrar leyfi börnum sínum að klæðast sem Hatara á öskudaginn.

(Mynd: Jóhannes Haukur Jóhannesson)

✦ ✦ ✦
Úr Verkefnabanka Heimspekitorgsins


Til hvers að spyrja?

Spurningar eru grundvallaratriði í heimspekilegri samræðu. Án þeirra er ekki um neitt að tala. Þær birta forvitni nemenda og ágrening. Þær skilgreina þau skref sem við tökum í átt til aukins skilnings og sameiginlegrar rannsóknar. Lesa meira ›

Spurningasafnið

Þetta verkefni er gott til að hrista nemendur saman þegar þeir eru að kynnast. Verkefnið venur nemendur á að velja sér þær spurningar sem þeim þykja athyglisverðar. Kennari getur valið spurningarnar sem hann notar í æfingunni þannig að þær þjóni sem inngangur að frekari samræðu bekkjarins. Lesa meira ›

Ríkir og fátækir

Þetta verkefni er gott til að hrista nemendur saman þegar þeir eru að kynnast. Verkefnið venur nemendur á að velja sér þær spurningar sem þeim þykja athyglisverðar. Lesa meira ›

 

facebookhomepage

Afskráning af póstlista | 
Vefútgáfa fréttabréfsins

Já takk, skrá mig á póstlista fréttabréfsins! ☺

Merki Félags heimspekikennara: Ingimar Waage
Mynd í haus: Kristian Guttesen

Sent with Get a Newsletter