Röð fræðsluerinda Félags heimspekikennara heldur áfram. Næsti fyrirlesari er ekki af verri endanum, en það er Guðrún Hólmgeirsdóttir, heimspekikennari við MH. Viðburðurinn, sem er opinn öllum, verður haldinn miðvikudagskvöldið 9. janúar 2019, kl. 19. í Iðu Zimsen, Vesturgötu 2a, Reykjavík.
Guðrún hefur samið þrjár kennslubækur fyrir nemendur sína, Frumtextar í heimspeki (2014), (fjallar um sex heimspekinga frá fornöld til nútíma með dæmum úr textum þeirra) Heimsmyndir og kvikspeki (2016), (fjallar um 10 heimspekinga, frá samtíma og aftur til Kant, með dæmum um hvernig hugmyndir þeirra koma fram í kvikmyndum og óperum) og Heimspeki í dagsins önn (2016), þar sem gerð er grein fyrir nokkrum heimspekilegum vandamálum meðal annars um kynjaheimspeki. Í erindinu fjallar Guðrún um bækurnar þrjár og aðferðir til að beita þeim í heimspekitímum.
Fræðsluerindið er ætlað öllum sem eru áhugasamir um heimspeki og heimspekilegar aðferðir í kennslu. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Hér má sjá Facebook viðburðinn. Endilega merkið við og deilið sem víðast!