Ertu að leita að nýju verkefni fyrir heimspekihópana þína eða viltu prófa eitthvað nýtt í lífsleikni?
Neðst í Fréttabréfinu eru ábendingar um skemmtileg verkefni í Verkefnabanka Heimspekitorgsins

Fréttabréf heimspekikennara nr. 18, janúar 2019

✦ ✦ ✦
Frá Félagi heimspekikennara

Stjórn Félagsheimspekikennara óskar félagsmönnum og samstarfsaðilum farsældar á nýju ári. Margt spennandi er á döfinni og hlökkum við til að takast á við þau verkefni sem bíða okkar á árinu.

Norræn samtök um heimspekilega ráðgjöf, sem Félag heimspekikennara er aðili að, halda níundu ráðstefnu sína í Helsinki, dagana 2.-6. maí 2019. Ráðstefnan verður auglýst nánar á Fb síðu samtakanna og munum við líka segja frá henni í væntanlegu fréttabréfi þegar nær dregur.

Fyrsti viðburður ársins verður fræðsluerindi Guðrúnar Hólmgeirsdóttur sem kynnir kennslubækur sínar í heimspeki. Greint er frá viðburðinum neðar í þessu fréttabréfi. Hér má svo lesa viðtal við Guðrúnu sem birtist á Heimspekitorginu sumarið 2013.

Gleðilegt árið!

Heimsmyndir og kvikspeki
Um viðfangsefni í heimspekitímum

Röð fræðsluerinda Félags heimspekikennara heldur áfram. Næsti fyrirlesari er ekki af verri endanum, en það er Guðrún Hólmgeirsdóttir, heimspekikennari við MH. Viðburðurinn, sem er opinn öllum, verður haldinn miðvikudagskvöldið 9. janúar 2019, kl. 19. í Iðu Zimsen, Vesturgötu 2a, Reykjavík.

Guðrún hefur samið þrjár kennslubækur fyrir nemendur sína, Frumtextar í heimspeki (2014), (fjallar um sex heimspekinga frá fornöld til nútíma með dæmum úr textum þeirra) Heimsmyndir og kvikspeki (2016), (fjallar um 10 heimspekinga, frá samtíma og aftur til Kant, með dæmum um hvernig hugmyndir þeirra koma fram í kvikmyndum og óperum) og Heimspeki í dagsins önn (2016), þar sem gerð er grein fyrir nokkrum heimspekilegum vandamálum meðal annars um kynjaheimspeki. Í erindinu fjallar Guðrún um bækurnar þrjár og aðferðir til að beita þeim í heimspekitímum.

Fræðsluerindið er ætlað öllum sem eru áhugasamir um heimspeki og heimspekilegar aðferðir í kennslu. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.

Hér má sjá Facebook viðburðinn. Endilega merkið við og deilið sem víðast!

Að verða meira við sjálf

Ármann Halldórsson, heimspekikennari við Verzlunarskóla Íslands, hefur ritað grein um upplifun sína af námskeiðum hjá Oscari Brenifier. Hann nálgast efnið á persónulegan máta og kallar eftir athugasemdum og viðbótum frá lesendum.

Hér má lesa grein Ármanns.

Ný bók eftir Oscar Brenifier og Viktoriu Chernenko

Oscar Brenifier og Viktoria Chernenko hafa gefið út bókina Philosiphizing with Zhuangzi, þar sem þau birta sögur sem eignaðar eru kínverska heimspekingnum Zhuangzi sem var uppi á fjórðu öld fyrir Krists burð. Hverri sögu fylgir greining á lykilhugtökum, ásamt upplýsingum um kínverska menningu og spurningum sem tengjast textanum.

Hér er hægt að nálgast bókina: 
www.pratiques-philosophiques.fr/…/2018/12/Zhuangzi-final.pdf

Mannkostamenntun og myndlist

Undanfarin ár hafa fræðimenn við Jubilee-rannsóknarmiðstöðina fyrir mannkosti og dygði við Háskólann í Birmingham rannsakað og stuðlað að aukinni mannkostamenntun (e. Character Education) í breska skólakerfinu. Mannkostamenntun gengur út á menntun tilfinninga, forvitni, sköpunar og gagnrýninar hugsunar innan hinna greina námskrárinnar.

Ingimar Waage stundar núna doktorsnám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands með það að markmiði að efla mannkostamenntun í gegnum myndlist.

Hér má lesa stutta lýsingu á verkefni Ingimars á ensku.

✦ ✦ ✦
Úr Verkefnabanka Heimspekitorgsins


Ofbeldi – hugtakaleikur

Ofbeldi á sér stað. Þegar skólar vinna að því að skilgreina jákvæð samskipti og skólabrag snýst það að miklu leyti um að byggja upp samskiptamynstur og andrúmsloft þar sem ofbeldi er í lágmarki. Í flestum skólum tekst þetta vel og oft tengist það því að málin eru rædd opinskátt og samfélagið leitar sameiginlegra leiða til að halda samskiptum jákvæðum og leysa mál á uppbyggilegan hátt. Hér er kennsluseðill sem lýsir hugtakaleik um ofbeldi. Í verkefninu skilgreina nemendur ofbeldi með því að rýna í dæmi úr daglegu lífi og skólastarfi til að finna hvaða rök skipta máli. Lesa meira ›

Myndir sem kveikjur að samræðu

Myndlist er frábær stökkpallur fyrir samræðu. Hér langar okkur til að benda á listaverk sem auðvelt er að nálgast á netinu og þar með varpa upp á skjávarpa og njóta með nemendum. Samræðuna má síðan tvinna eftir hefðbundnum reglum og leiðbeiningar um það má meðal annars lesa hér eða í leiðbeiningunum um samræðutækin hans Tom.

Dæmi um hvernig myndlist er nýtt í heimspekikennslu má lesa hér í frásögn af verkefni sem Ingimar Waage myndlistar- og heimspekikennari í Garðaskóla vann með nemendum sínum. Lesa meira ›

Tíu heimspekiverkefni fyrir framhaldsskóla

Guðrún Hólmgeirsdóttir, kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð, er höfundur tíu heimspekiverkefna sem birtast hér í rafrænu hefti. Lesa meira ›

 

Lykilspurningar kennarans

Verkefnið í hnotskurn

  • Aldur nemenda: allur
  • Viðfangsefni: spurningar sem leiða samræðu áfram
  • Færni- og viðhorfamarkmið: samræðutækin eru sett fram til að þjálfa hæfni sem skilgreind er með markmiðum í námskrá Verkefnabankans.
  • Efni og áhöld: ef til vill ljósrit af þessu blaði, en ekkert nauðsynlegt
  • Tími/umfang: nýtist samhliða allri samræðuvinnu
  • Höfundur verkefnis: Brynhildur Sigurðardóttir

Kennsluseðillinn

facebookhomepage

Afskráning af póstlista | 
Vefútgáfa fréttabréfsins

Já takk, skrá mig á póstlista fréttabréfsins! ☺

Merki Félags heimspekikennara: Ingimar Waage
Mynd í haus: Gunnhildur Una Jónsdóttir

Sent with Get a Newsletter